Þjónusta

Sjálfvirknivæðing skýrslugerðar með Power BI


Power BI er öflugt greiningar- og gagnavinnslutól frá Microsoft sem veitir fyrirtækjum betri innsýn í gögn sín. Hjá Maven starfa vottaðir sérfræðingar sem sérsníða skýrslur að þörfum viðskiptavina. Með sérhönnuðum mælaborðum í Power BI einföldum við gagnagreiningu og veitum dýpri innsýn. Markmiðið er að hjálpa fyrirtækjum að greina tækifæri til hagræðingar og vaxtar á skilvirkan og aðgengilegan hátt.


Gögnin tala sínu máli.

Hámarkaðu árangur með Power BI

Kostirnir við innleiðingu og notkun vel hannaðra Power BI lausna eru óumdeilanlegir. Sem öflugt greiningartól gegnir Power BI lykilhlutverki í nútíma viðskiptagreiningu og er einn af hornsteinum stafrænnar umbreytingar fyrirtækja.

1

Sannleikur fyrir þín gögn

400 +

Skýrslur útlitsmótaðar og hannaðar af sérfræðingunum okkar.

30 %

Sérfræðingum Maven eru með Power BI Vottun.

95%

Tímasparnaður í stað endurgerðra Excel skýrslna

Kostirnir við innleiðingu á góðum mælaborðum eru óumdeilanlegir.

Einn sannleikur fyrir gögnin

Gagnadrifnar ákvarðanir gera nákvæmni og gæði gagna mikilvægari en nokkru sinni fyrr.


Í stað þess að efast um hvaða gögn eigi að nota við ákvarðanatöku, tryggjum við að allir í fyrirtækinu hafi aðgang að sömu, áreiðanlegu gagnauppsprettunni. Þetta skapar traust, eykur skilvirkni og tryggir að allar ákvarðanir byggist á réttum upplýsingum.

Ferlar sem við höfum þróað

Við höfum hannað og smíðað fjölbreytta ferla sem styðja við margvíslegar þarfir fyrirtækja – hér að neðan má sjá helstu sviðin sem við höfum unnið með:


Fjárhagur

Sala

Mannauður

Viðskiptamenn

Birgðir

Lánardrottnar

Innkaup  


Skilvirk greining

Viðskiptagreiningarlausnir eins og Power BI veita skjótt aðgengi að þeim gögnum sem við þurfum á hverjum tíma. Skýrslurnar sem við búum til eru fullkomlega gagnvirkar, sem gerir þér kleift að kafa dýpra í gögnin, sía þau eftir þörfum og fá nákvæmari innsýn.

Sjálfvirkni og samþætting

Viðskiptagreind snýst ekki eingöngu um mælaborð, glæsileg gröf og aðlaðandi myndræna framsetningu. Það er mun flóknara ferli sem hefst með söfnun og vinnslu hrárra gagna og endar með markvissri miðlun dýrmætrar þekkingar.


Með sérfræðiþekkingu okkar og tæknilausnum eins og Microsoft Power Platform er hægt að sjálfvirknivæða söfnun, flæði og vinnslu gagna. Sjálfvirk ferli spara tíma, flókin gögn verða ekki lengur áskorun og villur af mannavöldum heyra sögunni til.

Skoðaðu skýrslur eftir okkur

Opinberar skýrslur sem við höfum þróað

Share by: