Hafa samband

Endilega heyrumst ef þig langar að skapa þekkingu

Endilega fylltu þetta út og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.

Ertu að leita að nýju atvinnutækifæri?

    Við sköpum
    þekkingu

    Við sköpum þekkingu með gögnum

    Endilega heyrumst ef þig langar að skapa þekkingu

    Endilega fylltu þetta út og við munum hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.

    Ertu að leita að nýju atvinnutækifæri?

      Skapandi og lausnamiðað hugarfar

      Við viljum búa til skapandi og framsækið teymi með okkar viðskiptavinum sem er lausnamiðað og býr yfir ríkri þjónustulund. Þannig teljum við okkur líklegri til árangurs sem framúrskarandi þjónustufyrirtæki. Okkar markmið er að skapa og skila þekkingu til allra sem taka þátt í okkar verkefnum. Að skapa framsækið umhverfi með nýjustu tækni sem ávallt er hægt að draga lærdóm af.

       

      Sérfræðingur í gögnum

      Darri Rafn Hólmarsson

      Sérfræðingur í gögnum

      Darri Rafn starfar sem gagnasérfræðingur í starfsstöð Maven á Akureyri og vinnur meðal annars með TimeXtender, Azure og Power BI.

      Darri er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði hjá Advania frá 2019-2023, m.a. sem ráðgjafi og verkefnastjóri á sviði Viðskiptalausna.

      Þegar Darri er ekki í vinnunni þá ver hann tíma með fjölskyldu sinni, stundar líkamsrækt, iðkar hugleiðslu og grúskar í tónlist.

      Sérfræðingur í gögnum

      Helga Hrund Friðriksdóttir

      Sérfræðingur í gögnum

      Helga er gagnanörd og starfar sem gagnasérfræðingur hjá Maven. Ofurmetnaðarfull og þjónustulunduð eru orð sem lýsa Helgu vel. Helga er einstaklega fær í því sem hún gerir en hún vinnur mikið með Power BI, Logic Apps og Azure.

      Helga er með með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem gagnasérfræðingur hjá Marel.

      Þegar Helga er ekki að vinna í hagnýtri skýrslu fyrir viðskiptavin þá er hún líklegast að prjóna eitthvað hrikalega fallegt, í líkamsrækt eða að verja tíma með fjölskyldunni. 

      Helgi Hrafn Halldórsson

      Framkvæmdast.

      Helgi er giftur, tveggja barna faðir og mikið nörd sem hefur áhuga á viðskiptum, tölvum, tækni og körfubolta. Hann leggur mikið uppúr samvinnu innan teyma og að menn búa yfir jákvæðu hugarfari. Því þau atriði eru mikilvæg þegar kemur að því að vellíðan og trausti innan hópa.

      Stöðug starfsþróun er Helga mikilvæg og sem hluta af því hefur hann sjálfur meðal annars tileinka sér gagnleg atriði og vinnuaðferðir úr handbókum eins og til dæmis, Deep Work, The No Asshole Rule, The Infinite Game og Trillion Dollar Coach.

      Sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum

      Hinrik Snær Guðmundsson

      Sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum

      Hinrik Snær er sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum hjá Maven og hefur brennandi áhuga á öllu sem tengist tækni og vísindum. Hinrik leggur mikla áherslu á að kynna sér nýjustu framfarir í stafrænni tækni sem gerir honum kleift að útfæra hagnýtar lausnir sem eru öflugri en það sem er aðgengilegt í dag. Hinrik hefur fjölbreytta reynslu sem inniheldur meðal annars vefsíður, snjallforrit, raddstýring, tölvusjón og gervigreind.

      Hinrik er með BSc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í gervigreind frá Universiteit van Amsterdam. Að námi loknu nýtti Hinrik þessa þekkingu til þess að hjálpa fyrirtækjum við útfæra og innleiða nýjustu framfarir í gervigreind og gagnavísindum.

      Í frítíma sínum gerir Hinrik sitt besta til þess að stunda virka hreyfingu eftir langan dag við skrifborðið og efla áhugamálin sín sem eru tónlist, íþróttir og læra nýja hluti.

      Sérfræðingur í gögnum

      Olga Ýr Georgsdóttir

      Sérfræðingur í gögnum

      Olga er enn eitt gagnanördið hjá Maven og gegnir starfi gagnasérfræðings. Jákvæða hugafarið hennar og góða orkan er vanfundin. Þeir eiginleikar í bland við færni hennar í Microsoft lausnum líkt og Power Apps og Power BI, gera hana að gagnaofurmenni.

      Olga lauk meistaranámi í Upplýsingastjórnun (e. Information Management) frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc í Viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein frá sama skóla. Olga starfaði síðast hjá ST2 (Stragile) sem sérfræðingur í gagnagreiningu og þar áður hjá Vinnumálastofnun.

      Þegar Olga er ekki að búa til Power öpp eða hagnýtar skýrslur fyrir viðskiptavini er hún að bæta sig í þyngdum í lyftingum, láta sig dreyma um að eignast hund eða að blasta Harry Styles á fóninum.

      Sérfræðingur í gögnum

      Pétur S. Sigurðarson Rühl

      Sérfræðingur í gögnum

      Pétur er fjármálanörd og er stundum kallaður fjármálastjóri Maven bara út af því. Hann vinnur mikið með Azure og Power BI og elskar að búa til flottar Power BI skýrslur. Hugurinn og draumar hans þessa dagana er að búa til lausnir sem greina gögn á rauntíma.

      Pétur er með BSc gráðu í fjármálaverkfræði frá HR og starfaði lengi hjá Bláa Lóninu. Maven hópurinn telur sig heppinn að hafa krækt í Pétur en áður en hann kom til Maven var hann við störf hjá Marel.

      Þegar Pétur er ekki í vinnunni (sem er sjaldan) stundar hann Crossfit af miklum krafti. Ef þú nærð ekki í fjármálastjórann okkar er hann líklega í einhvers konar útivist, að horfa á amerískan fótbolta eða að lesa efni um Microsoft lausnir, viðskipti, tækni eða fjármál.

      Sérfræðingur í gagnavísindum

      Ragnar Stefánsson

      Sérfræðingur í gagnavísindum

      Sérfræðingur í gögnum

      Sigrún Inga Ólafsdóttir

      Sérfræðingur í gögnum

      Sérfræðingur í gögnum

      Valdimar Þór Ragnarsson

      Sérfræðingur í gögnum

      Valdimar er gagnasérfræðingur hjá Maven. Hann er með BSc gráðu í Hagfræði frá Háskóla Íslands og Meistaragráðu í Data-Intensive Analysis frá University of St Andrews. Hann var tvær annir í skiptinámi í National Chengchi University í Taívan þar sem hann lærði mandarin og hagfræði.

      Í frítíma sínum nýtur hann hvert tækifæri til þess að ferðast um heiminn og stunda reglulega hreyfingu. Utan þess nýtir hann tímann í að hitta vini og læra nýja hluti tengt tækni og vísindum.

      Sérfræðingur í gögnum

      Viktor Ari Ásrúnarson

      Sérfræðingur í gögnum

      Viktor er gagna- og viðskiptagreindar sérfræðingur hjá Maven en ætti líka að bera titilinn "Viskubrunnur". Ef einhver getur komist að einhverju þá er það Viktor því hann er stútfullur af þekkingu og reynslu og alltaf til í að leita að svarinu. Hann er fjölhæfur ráðgjafi og vinnur meðal annars með TimeXtender, í nýsmíði og viðhaldi gagnavöruhúsa, Azure og Power BI.

      Viktor er með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur setið fjölmörg námskeið tengdri nýtingu gagna til ákvörðunartöku. Hann er með áralanga reynslu sem ráðgjafi í viðskiptagreind þar sem hann hefur leitt uppbyggingu, hönnun og þróun vöruhúss ganga og gagnavinnslu hjá fjölmörgum viðskiptavinum.

      Þegar Viktor er ekki í vinnunni er hann að sinna hundinum sínum, í útivist eða að grilla eitthvað djúsí.

      Flottur félagsskapur

      Langar þig öðlast þekkingu úr þínum gögnum?

      Hafðu endilega samband og við skoðum hvort við getum hjálpað þér!

      Sendu okkur línu

      hallo@maven.is

      Heyrðu í okkur

      +354 512-0400

      Viltu vera memm?

      Maven hjá Alfreð