Senduj okkur póst á
hallo@maven.is
Þjónusta
Við hjá Maven höfum sett okkur skýra stefnu: Að vera leiðandi fyrsta flokks viðskiptagreindar ráðgjafaþjónusta á Íslandi. Við trúum því að gögn séu ekki bara tölur á blaði, heldur lykillinn að betri ákvarðanatöku, nýsköpun og árangri. Með öflugri sérfræðiþekkingu, nýjustu tækni og persónulegri þjónustu hjálpum við fyrirtækjum að umbreyta gögnum í raunverulegt virði.
Hjá Maven nýtum við sérþekkingu á viðskiptagreind og ástríðu fyrir nýsköpun til að móta framtíðarvæn gagnavöruhús sem skila raunverulegum árangri. Hvort sem þú vilt hámarka innsýn í reksturinn, auka skilvirkni eða innleiða háþróaðar BI-lausnir, þá veitum við öflugan stuðning sem gerir stjórnendum kleift að taka markvissar og gagnadrifnar ákvarðanir. Hvaða lausnaframboð verður fyrir valinu fer eftir hvað hentar hverjum viðskiptavin á hverjum tíma.
Við leggjum áherslu á skýra framsetningu gagna með því að byggja Power BI skýrslur ofan á sameiginleg gagnamódel (e. semantic model) sem eru smíðuð fyrir hvern feril. Þessi gagnasett tryggja að lykilmælikvarðar (KPI) eru skilgreindir á einum stað og notaðir á samræmdan hátt í gegnum allar skýrslur og umhverfið. Með þessari nálgun næst meiri nákvæmni, rekjanleiki og traust á tölunum.
Að auki gefur þessi uppsetning möguleika á að tengjast sömu gagnasettum beint úr Excel, sem gerir notendum kleift að nýta þekkt vinnuumhverfi með aðgengi að sömu gögnum og mælikvörðum og í Power BI.
Einnig höfum við mikla reynslu í rekstri og uppsetningu á Power BI umhverfum.
Viltu vita hvernig við getum aðstoðað þig með gögnin?
Reynsla okkar á að smíða vöruhús gagna spannar áratugi og hefur það sannað sig síðan Maven var stofnað.
Árangur fyrir viðskiptavini okkar er okkar árangur. Þess vegna leggjum við okkur öll fram við að skapa verðmæti úr þeim gögnum sem við vinnum með.