Fasteignamarkaðurinn – Skýrari upplýsingar fyrir alla

Fasteignamarkaðurinn er eitthvað sem flestir landsmenn huga að á einhverjum tímapunkti í lífinu – sumir oftar en aðrir. Við hjá Maven teljum að það vanti aðgengilegar upplýsingar um sölu og kaup fasteigna, allt frá því að fasteign er auglýst til sölu, og þar til skrifað hefur verið undir þinglýstan samning.

 

Mælaborðið er byggt á gögnum annars vegar úr kaupskrá fasteigna frá HMS, sem geymir upplýsingar um þinglýsta samninga, og hins vegar frá Fastinn.is, þar sem við fáum upplýsingar um ásett verð eigna. Þetta gerir okkur kleift að bera saman ásett verð og kaupverð fasteigna og veita yfirsýn yfir það hvort eignir séu seldar undir, á eða yfir ásettu verði.

 

Við viljum að þessar upplýsingar séu aðgengilegar fyrir alla, þannig að þú getir tekið upplýstari ákvarðanir þegar kemur að kaupum eða sölu á fasteignum.

Share by: