Um Maven

Við erum þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með skýra áherslu á mikilvægi gagna. Hjá okkur vinnum við að því að framtíðarvæða gagna- og tækniumhverfi viðskiptavina okkar með lausnamiðuðum, skapandi og framsæknum aðferðum. Verkefni okkar spanna allt frá mótun framtíðarsýnar fyrirtækja á sviði upplýsingatækni til gerðar mælaborða sem veita stjórnendum mikilvæga innsýn.


Með öflugu samstarfi við viðskiptavini okkar stefnum við að því að skapa virðisaukandi lausnir sem miða að því að hámarka árangur þeirra. Við leggjum áherslu á þekkingarmiðlun og öfluga þjónustulund til að tryggja framúrskarandi upplifun fyrir alla aðila sem taka þátt í verkefnum okkar.


Markmið okkar er að skapa þekkingu:

  • Úr gögnum
  • Með tækni
  • Með þér!


Við leggjum okkur fram um að vera leiðandi í þróun og uppbyggingu framtíðarvænna lausna þar sem nýjustu tækninýjungar skapa grundvöll fyrir stöðugan lærdóm og framfarir. Hópurinn okkar hefur sérhæft sig í fjölbreyttum lausnum og vinnur saman að því að móta teymi sem nær utan um allar gagnaþarfir viðskiptavina okkar. Við tökum gögnin þín og umbreytum þeim í þekkingu sem skapar virði!

Fjölbreyttur hópur af frábæru fólki 


Við leggjum okkur fram um að vera leiðandi í þróun og uppbyggingu framtíðarvænna lausna þar sem nýjustu tækninýjungar skapa grundvöll fyrir stöðugan lærdóm og framfarir. Hópurinn okkar hefur sérhæft sig í fjölbreyttum lausnum og vinnur saman að því að móta teymi sem nær utan um allar gagnaþarfir viðskiptavina okkar, hvort sem það er í gagnagreiningu, gagnavinnslu eða gagnavísindum. Við tökum gögnin þín og umbreytum þeim í þekkingu sem skapar virði!

Starfsfólk Maven

Þjónustuframboð okkar nær yfir fjölbreytt svið:

  • Uppbygging framtíðarvænna gagnaumhverfa með stefnumótun og greiningu í upplýsingatækni
  • Umsjón með gagnaumhverfum og samþættingu gagna á milli kerfa
  • Mælaborð, skýrslugerð og ítarlega greiningu
  • Lausnir í gervigreind (AI) og vélanámi (Machine Learning)
  • Ásamt öðrum sérsniðnum lausnum...
Viltu vita meira
Share by: