Senduj okkur póst á
hallo@maven.is
Lausnir
Fyrirtæki treysta í auknum mæli á gagnadrifnar ákvarðanir, en hraði og sveigjanleiki í gagnavinnslu geta verið áskorun. Databricks veitir öflugan og hagkvæman vettvang þar sem skýjatengd SQL-vinnsla sameinar afköst, öryggi og einfaldleika í einni lausn. það sem er sérstaklega gott við databricks er að þá er hægt að skipta niður verkefnum á margar tölvur sem keyra í samhliða í staðinn fyrir að keyra í röð, sem tekur mun styttri tíma.
Databricks er öflugt gagnavinnslu- og greiningartól, hannað til að vinna með stór gögn, framkvæma háþróaðar greiningar og vélarnám. Databricks byggir á Apache Spark og gerir viðskiptavinum okkar kleift að vinna með stór gagnasöfn hratt og örugglega. Við nýtum PySpark og Databricks clusters til að tryggja skilvirka gagnavinnslu. Með skýjavinnslu og sjálfvirkum vinnsluflæðum hjálpum við fyrirtækjum að nýta gögn sín betur, finna tækifæri til hagræðingar og einfalda rekstur.
Keyrðu krefjandi fyrirspurnir á auðveldan hátt án þess að hafa áhyggjur af undirliggjandi innviðum. Databricks sér sjálfkrafa um úthlutun auðlinda fyrir hámarksafköst.
Hvort sem þú vinnur með gagnageymslur, skýjalausnir eða staðbundin gögn, þá tengist Databricks SQL auðveldlega við fjölbreytt kerfi og gagnastreymi.
Með innbyggðri gagnastjórnun tryggir Databricks SQL að gögnin séu áreiðanleg og aðgengileg þegar þú þarft á þeim að halda.
Viltu vita hvort Databricks henti þínu gagnaumhverfi?