Við sköpum þekkingu

Maven fyrir gögnin

Við viljum búa til skapandi og framsækið teymi með okkar viðskiptavinum sem er lausnamiðað og býr yfir ríkri þjónustulund. Þannig teljum við okkur líklegri til árangurs sem framúrskarandi þjónustufyrirtæki. Okkar markmið er að skapa og skila þekkingu til allra sem taka þátt í okkar verkefnum. Að skapa framsækið umhverfi með nýjustu tækni sem ávallt er hægt að draga lærdóm af.

01  Teymisvinna

Við leggjum mikla áherslu á að ná árangri í samstarfi við okkar viðskiptavini og vinnum við mest í teymum.


02  Gögn

Við höfum frá upphafi lagt mikla áherslu á að halda sérsviðinu okkar innan viðskiptagreindar og bjóðum við uppá fyrirmyndar ráðgjöf á Íslandi tengt henni. 

03  Ferlar og gæði

Til þess að vita hvaða lausnir henta viðskiptavinum okkar á hverjum tíma verjum við hluta af tímanum okkar í að læra á ýmsar nýjungar tengdar gögnum.

Þjónusta

og lausnirnar

Hjá Maven starfar hópur af algjörum snillingum í viðskiptagreind sem hefur sérhæft sig í viðskiptaumhverfum fyrirtækja og stofnana og notum við til þess mismunandi lausnir sem hentar hverjum viðskiptavini best.


Viðskiptagreind tekur reglulegum breytingum og mikilvægi þess að geta greint gögn betur verða alltaf  meiri. Ef þú vilt geta greint þín gögn þá þarftu alvöru lausnir - og þær færðu hjá okkur.

Jet

Notendavæn "drag-and-drop " lausn sem einfaldar uppsetningu vöruhúss gagna. Samþætting við ákveðin ERP kerfi kemur með tilbúnum tengingum sem spara bæði tíma og kostnað.

Microsoft Fabric

Fabric er skýjaþjónusta sem einfaldar uppsetningu á gagnainnviðum og greiningu með samþættingu á mismunandi Azure-verkfærum. Lausnin styður fyrirtæki af öllum stærðum með því að veita skilvirkt og notendavænt gagnavinnsluumhverfi.

exmon

exMon Data Governance sér um keyrslustýringu og gagnaeftirlit til að tryggja áreiðanlega og gæðadrifna gagnaferla. exMon Data Management sameinar gögn, flokka og tölur úr ýmsum skjölum / grunnum í eitt kerfi til frekari vinnslu (Master Data Management).

Azure

Microsoft Azure er sannkallaður dótakassi  fyrir gagnavinnslu, þar sem hægt er að setja upp, skala og prófa ýmsar lausnir án þess að fjárfesta í vélbúnaði. Hægt er að blanda saman gagnageymslum, sjálfvirknivæða ETL-ferla og nýta úthýsta úrvinnslugetu til að þróa og keyra flóknar gagnalausnir. Sveigjanlegar skýjaauðlindir gera það kleift að prófa nýjar aðferðir hratt, og aðeins er greitt fyrir það sem er notað

Vöruhús gagna

Við hjá Maven sérhæfum okkur í að smíða og viðhalda vöruhúsum gagna fyrir okkar viðskiptavini, þar sem við ráðleggjum þeim hvaða innviðir henta miðað við þeirra grunnkerfi og þarfir.

Skapandi og
lausnamiðað hugarfar

Okkar markmið er að skapa og skila þekkingu til allra sem taka þátt í okkar verkefnum.
Að skapa framsækið umhverfi með nýjustu tækni sem ávallt er hægt að draga lærdóm af.

Frábær félagsskapur

Við erum stolt af samstarfi okkar við framúrskarandi viðskiptavini okkar, sem treysta á okkar lausnir til að styrkja sína starfsemi.


Með sameiginlegum áherslum á gæði, nýsköpun og árangur vinnum við stöðugt að því að bæta og þróa þjónustu okkar til að mæta þeirra þörfum og væntingum. Hér að neðan má sjá hluta af þeim fyrirtækjum sem við höfum ánægju af að starfa með.

Langar þig að öðlast þekkingu úr þínum gögnum ?

Hafðu endilega samband og við skoðum hvort við getum hjálpað þér!

Við höfum líka gaman

Share by: